Matt 22.34-40

Þegar farísear heyrðu að Jesús hafði gert saddúkea orðlausa komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi reyna hann og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“

Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Hugleiðing

Þegar Jesús talaði þá komu oft trúarleiðtogar til að hlusta á hann. Margt af því sem Jesús sagði um Guð var öðruvísi en fólkið hafði heyrt áður. Jesús talaði um Guð sem elskaði og fyrirgaf, Guð sem er alltaf til staðar. Trúarleiðtogarnir vissu auðvitað að þessi Guð sem Jesús talaði um, var Guð Gamla testamentisins, en yfir aldirnar höfðu trúarhópar lagt meiri áherslu á texta Gamla testamentisins sem bönnuðu og skömmuðu, í stað textanna um elsku og fyrirgefningu.

Þar sem Jesús er að tala, þá spyr einn fræðimannanna Jesús, Hvað er mikilvægasti textinn í Gamla testamentinu?

Jesús segir þá orðin sem við stundum köllum tvöfalda kærleiksboðorðið, en ættum kannski að kalla þrefalda kærleiksboðorðið.

  1. Við eigum að elska Guð.
  2. Við eigum að elska fólkið í kringum okkur.
  3. Við eigum að elska okkur sjálf.

Samtal um elsku

  • Hvernig getum við elskað Guð?
  • Hvernig getum við elskað náunga okkar?
  • Hvernig getum við elskað okkur sjálf?

Bæn

Guði góði, hjálpaðu okkur að elska þig, elska náunga okkar og fara vel með okkur sjálf. AMEN