Vel fer á því í deildarstarfi KFUM og KFUK að ramma inn sérstakan tíma fyrir helgihald á hverjum fundi. Hægt að hafa það í upphafi eða við lok fundar, en mikilvægt er að það sé alltaf samræmi.

Auðveldast er ef hægt er að fara í annað rými, en eins má nota ákveðið horn fundarsalarins þar sem búið er að setja upp t.d. kerti. Með því að hafa helgihaldið alltaf eins, má skapa fallega og góða hefð. Hér fyrir neðan er einföld helgistund sem hægt er að nota hvort sem tónlist er notuð eða ekki.

Signing

Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. AMEN

Upphafsbæn

Vertu Guð faðir, faðir minn / í frelsarans Jesú nafni. / Hönd þín leiði mig út og inn / svo allri synd ég hafni. / AMEN.

Söngur (ef notast er við tónlist)

Hugleiðing

Bæn

Söngur (ef notast er við tónlist)

Faðir vor

Blessun

Guð veri með ykkur öllum í verkefnum komandi viku. AMEN

Lokasöngur (ef notast er við tónlist)