Þeir voru þrír af frægustu leikurum heims og vanir því að krefjast stjarnfræðilegra upphæða í laun fyrir vinnu sína. En um þessa kvikmynd gildu önnur lögmál því í hugum Johnny Depp, Jude Law og Colin Farrell snérist þessi kvikmynd ekki um peninga. Þetta var kvikmyndin The Imaginarium of Doctor Parnassus, síðasta mynd Heath Ledger. Búið var að kvikmynda næstum því helming myndarinnar þegar Ledger lést. Til þess að ljúka við kvikmyndina bað Terry Gilliam þrjár Hollywoodstjörnur um að taka að sér hluta af hlutverki Ledgers. Allir þrír þáðu boðið án þess að hugsa um málið.
Gilliam snéri sig til vina Ledgers þeirra Johnny Depp og Jude Law. Gilliam hafði áður unnið með Depp við gerð annarrar kvikmyndar og þegar hann bað hann um að fylla í skarð Ledgers svarði hann einfaldlega: „Ég er til!“ Næst hafði Gilliam samband við Jude Law, en hann hafði upphaflega ætlað að leika hlutverk Ledgers en dró sig til baka vegna annarra verkefna. Jude Law svarði já án þess að hugsa sérstaklega um málið. Gilliam hitti síðan Colin Farrell í jarðaför Ledgers og komst að því að þeim hafði verið vel til vina. Hann bað þess vegna Farrell um að taka að sér hlutverk í myndinni. Farrell þáði boðið án þess að hika. Gilliam skipti hlutverki Ledgers upp í fjóra hluta þ.e. hluta Ledgers, Depps, Laws og loks Farrells.
Ástæða þess að þessir uppteknu menn voru svo viljugir til að gefa allt annað sem þeir voru að gera frá sér var sú að þeim þótti mjög vænt þennan látna vin sinn. En Ledger fannst látinn á hótelherbergi aðeins stuttu áður, aðeins 29 ára gamall. Þeir vildu með þessu heiðra minningu vinar síns og gerðu gott betur og gáfu laun sín fyrir myndina til dóttur Ledgers, Matildu Rós, sem var aðeins 3 ára gömul þegar pabbi hennar lést. Móður hennar sagði þá Farrell, Law og Depp vera hetjur í huga sínum. Hún bætti við: „…það hefur hjálpað okkur í gegnum þetta að fólk hefur verið okkur svo gott.
Prédikarinn 4. 8 – 12
Maður stendur einn og enginn annar með honum, hann á hvorki son né bróður og þó er enginn endir á öllustriti hans og auðurinn mettar ekki augu hans. Fyrir hvern er ég þá að stritast og fyrir hvern læt ég þá sjálfan mig fara góðs á mis? Einnig þetta er hégómi og leið þraut. Betri eru tveir en einn því að þeir hafa betri laun fyrir strit sitt. Falli annar þeirra getur hinn reist félaga sinn á fætur […].Ef einhver ræðst á þann sem er einn munu tveir geta staðist hann og þrefaldan þráð er torvelt að slíta.
Umræðu punktar
 Hvers vegna heldur þú að mennirnir þrír hafi hætt við önnur vellaunuð hlutverk til þess að leika í þessari bíómynd?
 Hvað er sönn vinátta? Hvernig skilgreinið þið hana?
Biblíulestur
Lesið Prédikarann 4.8 – 12
 Hvað kenna þessi vers okkur um vináttuna?
 Ert þú slíkur vinur/vinkona? Hvernig hefur þú reist félaga þinn á fætur?
 Hvers vegna haldið þið að Prédikarinn líki vináttuna við þrefaldan þráð?
 Biðjið saman. Biðjið fyrir því að þið mættuð vera slíkir vinir eða slíkar vinkonur sem styðja hvert annað í gleði og sorg.

i Þýtt úr bókinni: The Think Tank e. Martin Saunders. Monarch Books (2010).