Jóhannesarguðspjall 7
Hvað gefur nafnið þitt til kynna?
Flestir kennarar leggja það til við nemendur sína að þeir dæmi ekki námið fyrirfram, heldur gefi náminu tækifæri. Því það gæti verið skemmtilegt. En eru kennararnir á kennarastofunni í raun og veru samkvæmir sjálfum sér. Nýleg könnun sem framkvæmd var í Englandi leiddi í ljós að kennarar eiga til að fella full snemma dóma yfir nemendur sína og það algjörlega án sýnilegra ástæðna.
Samkvæmt könnun www.bounty.com telja margir kennarar í enskum skólum að þeir geti spáð fyrir um hvaða börn verði óþekk í bekknum án þess að hafa hitt bekkinn. Þeir telja að þeir geti það útfrá nöfnum barnanna. Meira en 30% kennaranna segja að þeir reikni með því að nemendur sem bera ákveðin nöfn muni eiga við einhvers konar hegðunar vandamál að stríða. Þetta byggja kennararnir á nafnalistum, en ekki viðkynningu.
Þessum kennurum þótt auðveldast að flokka stráka eftir nöfnum. Enskir drengir sem bera nöfnin Callum, Connor, Jack eða Daniel eru komnir á svartan lista áður en þeir mæta í fyrstu kennslustundina. Stelpurnar sleppa ekki heldur því enskar stúlkur sem bera nöfnin Chelsea, Chardonnay og Aleisha komast líka á svarta listann.
Í könnuninni voru kennarar beðnir um að nefna nöfn sem einkenndu vel gefna nemendur. Niðurstaðan var þessi: Alexander, Adam, Elísabet og Charlotte voru nöfn sem ættu eftir að útskrifast frá Oxford eða Cambridge. Charlie, Emma og Hannah áttu eftir að verða vinsælustu nemendurnir sama hvaða mann þau hefðu að geyma.
Fulltrúi www.bounty.com varði kennarana og sagði: „Það er ekki óeðlilegt að kennarar ómeðvitað dæmi nemendur fyrirfram út frá hegðun og árangri fyrri nemanda sem bera sama nafn. Flestir kennarar yrðu líklegast fegnir því að hafa rangt fyrir sér í þessum efnum“

Til umhugsunar:
1. Hvað finnst þér um þessa frásögn? Finnst þér rétt af kennara að hugsa með þessum hætti?
2. Ef þú værir kennari hvaða nöfn myndu koma þér úr ójafnvægi ef þau stæðu í nafnalista annarinnar? Skrifaðu þau niður. Hvernig liði þér ef nafnið þitt væri á listanum?
3. Hvaða afleiðingar getur það haft í för með sér ef við ákveðum að einhver sé óþekkur, vitlaus, leiðinlegur eða erfiður út frá nafninu einu?
4. Hvað finnst þér um nafnið þitt? Hvaða merkingu hefur það í þínum huga?
5. Hvað merkir nafnið þitt? Á það við þig?
6. Ef þú þyrftir að skipta um nafn hvaða nafn myndir þú velja og hvers vegna?
Hlustum á Orðið:
Lesið Jóhannesarguðspjall 7.24
a. Hvernig getum við komist hjá því að dæma aðra eftir útlitinu?
b. Hvað á Jesús við þegar hann segir: „…dæmið réttlátan dóm.“
c. Hvernig getum við dæmt réttlátan dóm?
d. Hverja hafið þið dæmt eftir útlitinu einu saman? Biðjið Guð að opna augu ykkar svo þið sjáið með augum hans. Biðjið að þið mættu horfa dýpra og framhjá útlitinu þannig að þið mættuð dæma réttláta dóma.

e. Lesið Matt 7.1-5 og Jóh 8.1-11 hvað er Jesús að kenna okkur hér?

 

1 Þýtt úr bókinni: The Think Tank e. Martin Saunders. Monarch Books (2010).