Hægt er að horfa á brot úr Disney-myndinni „Konungur Ljónanna“. Annars vegar þegar Timon og Pumba útskýra fyrir Simba mikilvægi þess að hafa engar áhyggjur og hins vegar síðar í myndinni þegar Nala ræðir við Simba um ábyrgðina sem hann ber á lífi dýranna í Ljósufjöllum. Myndin um „Konung Ljónanna“ er einnig hægt að nota á fræðslustundinni um sjálfbærni.

Spurningar til umræðu/rökræðu

  • Hvað er ábyrgð?
  • Hvað er jákvætt/neikvætt við lífsviðhorf Tímons og Púmba („Hakuna Matata“)?
  • Hvers vegna er slæmt að axla ekki þá ábyrgð sem okkur ber?
  • Hvaða ábyrgð berum við í skólanum/heima/KFUM og KFUK?
  • Hvernig getum við axlað ábyrgð okkar?