Mann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að lífi hans væri lokið og hann sá það fyrir sér sem gönguferð með Jesú eftir sendinni strönd. Þegar hann virti líf sitt fyrir sér sá hann fótspor tveggja manna – Jesú og sín eigin. Hann tók þó eftir því að á köflum voru aðeins ein spor í sandinum. Þetta voru einmitt þau tímabil í lífi hans þegar hann átti hvað erfiðast.

Þetta olli manninum nokkru hugarangri og hann sagði við Drottin: „Drottinn, þú sagðir að þú myndir aldrei yfirgefa mig. Þú sagðir þegar ég ákvað að fylgja þér að þú myndir ganga með mér alla leið. En nú hef ég séð að þar sem ég átti hvað erfiðast í lífi mínu voru aðeins ein spor í sandinum. Hvernig gastu skilið mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest?“

Jesús svaraði: „Kæri sonur, þú mátt vita að ég elska þig og ég myndi aldrei yfirgefa þig. Skoðaðu þessi fótspor aðeins betur. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein spor – var það ég sem bar þig.“

Við getum verið viss um að þegar við upplifum erfiðleika lífsins er Guð með okkur. Þótt við sjáum Hann ekki eða finnum ekki fyrir Honum á slíkum stundum skulum við ekki efast um nærveru Hans. Hann stendur við orð sín í Hebreabréfinu 13.5, „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“