„Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð.“ Þannig byrjar Biblían. Bókin sem segir okkur frá því hver Guð er, hvað Jesús gerði. Mörgum finnst erfitt að skilja að Guð hafi skapað allt, líka hið illa. Öðrum finnst erfitt að skilja og festast í því hvernig Guð á að hafa skapað allt. Þessum tveimur spurningum er enda erfitt að svara.

En í Biblíunni er samt mikilvægustu spurningunni svarað. Hvers vegna skapaði Guð heiminn og allt sem í honum er?

Svar Biblíunnar er á þá leið að Guð hafi skapað heiminn mannsins vegna og manninn hafi Guð skapað til að eiga samfélag, samskipti við sig. Guð vill nefnilega að allir menn kynnist sér og eigi eilíft líf með honum. Einmitt þess vegna skapaði Guð heiminn.

Fyrir vonina um eilíft líf í ríki Guðs megum við þakka Guði og í lokaorðum Faðir vorsins þá gerum við einmitt það.

Við þökkum og lofum Guð fyrir það að hann hefur skapað alla hluti og gefið okkur von um eilíft líf.