Þegar sáðmaðurinn í sögunni (Lk 8.4-15) fór út að sá, þá ákvað hann að dreifa sæði sínu sem víðast. Hann tók ekki ákvörðun að einbeita sér að einhverju ákveðnu einu svæði sem líklegast var að myndi hafa góða svörun. Nei, hann dreifði frækornunum út um allt.

Á sama hátt eigum við að dreifa góðverkum okkar alls staðar. Í Lúkasarguðspjalli stendur: „Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama. Og þótt þér lánið þeim, sem þér vonið að muni borga, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar lána einnig syndurum til þess að fá allt aftur. Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda.“

Við biðjum um að vilji Guðs – hið góða, fagra og fullkomna – ríki enda alls staðar, jafnt á jörðu sem á himni. Ef himinninn er tákn fyrir kirkjuna þá er jörðin tákn fyrir það sem er utan kirkjunnar. Þar biðjum við líka um vilja Guðs.