Þegar spiluð er félagsvist sitja fjórir við hvert borð, tveir karlar og tvær konur. Sé ójafnt kynjahlutfall þurfa einhverjir karlar að spila sem konur eða öfugt.

Karlinn sem situr með konu á vinstri hlið gefur alltaf. Þegar gefið er fær hver 13 spil í einu. Sá sem situr við instri hönd þess sem gefur byrjar að gera og síðan er spilað réttsælis. Karl og kona sem sitja móti hvert öðru eru saman í liði, stranglega bannað er að gefa merki af einhverju tagi til meðspilara.

Sömu reglur gilda um tromp og í venjulegri vist: Hæsta spil í sortinni sem er í borði vinnur nema ef einn eða fleiri trompa, þá vinnur hæsta trompið.

Í grand og nóló er ekkert tromp. Í grand reynir fólk að taka sem flesta slagi og ásinn er hæstur, en í nóló sem fæsta og ásinn er ennþá hæstur.

Það er bannað að svíkja lit en eigi spilari ekkert spil í litnum sem er í borði setur hann út eitthvað spil að eigin vali, sé það ekki tromp er það lægra en öll spil af litnum sem er í borði. Liturinn í borði ræðst af fyrsta spilinu sem lagt var út.

Sá sem vinnur slaginn lætur alltaf út.

Þegar umferð er kláruð færir karlinn sem vinnur sig upp um eitt borð en konan sem vinnur niður um eitt borð og karlinn sem tapar færir sig um eitt sæti til vinstri og gefur í næsta spili.

Venjan er að karlinn haldi utan um slagi fyrir bæði sig og konuna sem hann er með í liði.

Eyðublað fyrir stigaskráningu.