Nú eru kassar farnir að streyma í hús og er alltaf jafn gaman að sjá að þið takið þátt í verkefninu með okkur af heilum hug. Kassarnir eru svo fallegir og eiga eftir að gleðja börnin sem að fá jólagjöf frá ykkur.

Tekið er á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00-16:00 og föstudaga frá kl. 8:00-15:00.

Síðasti móttökudagur verkefnisins fyrir jólin 2025 er laugardagurinn 8. nóvember kl. 11:00 – 16:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík (gegnt Langholtsskóla).

Skiladaga á landsbyggðinni er hægt að sjá hér: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/mottokusta%c3%b0ir/

Takk fyrir að taka þátt í verkefninu með okkur.