Það er alltaf svo gaman að sjá hvað það eru margir hópar sem að taka þátt í verkefninu með okkur. Þetta eru vinahópar, fjölskyldur, saumaklúbbar, skólahópar og félagahópar svo fátt sé nefnt.
Konurnar í Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ eru einn af þessum hópum og komu þær með 21 kassa. Mikið af handprjónuðum sokkum, vetlingum og húfum rötuðu í kassana ásamt leikföngum, skóladóti, sælgæti og hreinlætisvörum og voru þeir svo fallegir og veglegir og eiga eftir að gleðja þau börn sem þá fá.
Það er enn tími til að vera með en nú styttist í síðasta skiladaginn hér á höfuðborgarsvæðinu, skiladaga og móttökustaði má sjá hér: https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/mottokusta%c3%b0ir/