Það var mikið um að vera á Holtaveginum í síðustu viku. Bæði streymdi fólk að sem var að koma með kassa til okkar, og svo mættu fullt af sjálfboðaliðum sem bæði hjálpuðu okkur að pakka skókössum í jólapappír, að fara yfir kassana (já, því stundum gleymist að setja eitthvað af flokkunum fimm í kassana), safna saman kössum, og stafla kössum, frá morgni og langt fram á kvöld. Og svo var yndislegt fólk sem sá um að enginn yrði svangur. Sérstakar þakkir til allra sjálfboðaliðana.

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu innilega fyrir. Í ár komu 4529 kassar. Það er gaman að sjá hvernig skólar, leikskólar, einstaklingar, vinahópar og fyrirtæki eru viljug að taka þátt og gleðja með því börn í Úkraínu sem annars fengju ekki neina jólagjöf.

Útlhlutun fer fram fyrstu vikuna í janúar þegar fólk í Úkraínu heldur upp á jólin, og munu nokkrir sjálfboðaliðar fara út á eigin vegum til að afhenta skókassana. Við munum láta ykkur vita þegar myndir frá úthlutuninni í ár eru komnar inn á síðuna okkar https://www.kfum.is/skokassar/, en þar má einnig sjá myndir frá fyrri útlhlutunum.