Þær góðu fréttir voru að berast að jólagjafirnar sem söfnuðust í Jól í skókassaverkefninu eru komnar til Kirovograd í Úkraínu og bíða þar tollafgreiðslu. Um áramótin mun síðan góður hópur frá KFUM og KFUK á Íslandi halda utan og aðstoða við útdeilingu gjafana, en jólin eru haldin hátíðleg í Úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni þann 7. janúar ár hvert.