Í dag, laugardaginn 15. nóvember 2014, er lokaskiladagur Jól í skókassa. Hús KFUM og KFUK á Holtavegi 28, 104 Reykjavík (gegnt Langholtsskóla), verður opið frá kl. 11:00 til kl. 16:00. Sérstök kynning á verkefninu fer fram, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir.
Þegar störfum lauk í gærkvöldi (föstudagskvöldi) var búið að fara yfir 2.690 skókassa svo verkefnið fer vel af stað.