Miðvikudaginn 12. mars 2014 verður Jól í skókassa með ársfund á Holtavegi 28. Fundurinn hefst kl. 20 og er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á verkefninu en einungis fullgildir félagsmenn KFUM og KFUK á Íslandi munu hafa kosningarétt. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfi verkefnisins, lagðir fram ársreikningar, kosið í stjórn og fleira.

Sælla er að gefa en þiggja!

Verkefnið Jól í skókassa er hluti af starfi KFUM og KFUK á Íslandi. Verkefnið er góðgerðarstarf sjálfboðaliða og snýst um að safna jólagjöfum fyrir börn og unglinga í Úkraínu sem búa við fátækt, veikindi, erfiðar aðstæður eða á annan hátt líða fyrir aðstæður sínar.

Verkefnið er með stjórn skipuð af fimm sjálfboðaliðum sem allir eru fullgildir félagsmenn í KFUM og KFUK á Íslandi. Hlutverk stjórnar er að fara með málefni verkefnisins milli ársfunda.

Þrír sjálboðaliðar fóru út til að dreifa gjöfunum til barnanna núna í janúar 2014.