Hús KFUM og KFUK í Reykjavík.

Hús KFUM og KFUK í Reykjavík.

Lokaskiladagur Jól í skókassa er á morgun, laugardaginn 9. nóvember 2013, í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, 104 Reykjavík (gegnt Langholtsskóla). Þá munu dyrnar standa opnar frá kl. 11:00 til kl. 16:00 fyrir alla þá sem vilja skila skókassa og upplifa magnaða stemningu sem verður í samkomuhúsinu.  Hægt verður að horfa á myndasýningu frá afhendingu skókassa um síðustu jól , léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og eru allir hjartanlega velkomnir.