Í dag, laugardaginn 2. nóvember, er síðasti skiladagur á Skagaströnd, Akureyri og Egilsstöðum fyrir Jól í skókassa.

Skagaströnd

Tekið verður á móti skókössum í Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 2. nóvember frá kl. 11-15.

Tengiliður er Aðalheiður M. Steindórsdóttir (865-3689).

Akureyri

Tekið verður á móti skókössum á Glerártorgi á Akureyri (fyrir framan Nettó) laugardaginn 2. nóvember frá kl. 10-16.

Tengiliður er Jóhann Þorsteinsson (699-4115) starfsmaður KFUM&KFUK á Norðurlandi. Hægt er að vera í sambandi við hann til að skila skókössum á öðrum tímum. Einnig er hægt að skila skókössum beint til Flytjanda á Akureyri.

Egilsstaðir

Tekið verður á móti skókössum laugardaginn 2. nóvember  í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4,  frá kl. 10-13.

Tengiliðir eru Hlín Stefánsdóttir (849-9537) og Þorgeir Arason (847-9289).