Jól í skókassa 2Flottir hópar af ungum sem öldnum hafa verið að skila inn glæsilegum kössum fyrir verkefnið Jól í skókassa seinustu vikurnar. Þess má til gamans geta að heilu skólabekkirnir hafi tekið sig saman og gert kassa t.d. 3.GEA í Breiðholtsskóla, 10.SóG í Setbergsskóla og 4.N í Laugarnesskóla.

Það er alltaf jafn gaman að taka á móti þessum flottu kössum og upplifa gleðina frá þeim sem afhenda, máltækið Sælla er að gefa en þiggja virðist eiga vel við þessa dagana.

Það er enn vel hægt að taka þátt og um að gera að lesa sér til um verkefnið hér.