1 Frá því að verkefnið hófst árið 2004 hafa safnast ríflega 33.000 gjafir sem sendar hafa verið til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Það er auðvitað byrjað að taka við kössum hér í Þjónustumiðstöðinni okkar á Holtavegi 28. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs lét ekki sitt eftir sitja og komu þessar frábæru konur með fullt af kössum til okkar um daginn.

Hver einasta gjöf skilar svo mikilli gleði og von til barns sem fær eflaust ekki oft að upplifa slíkt.