Næsta sunnudag, 23. október, verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl.20.
Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni : „Ert þú ljóssins megin?“ (1.Jóh. 2:7-11).
Ræðumaður kvöldsins er Halldór Elías Guðmundsson, djákni og æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK.
Tónlist og söngur verður í höndum Bjarna Gunnarssonar og félaga (Rúnu, Höllu, Döddu, Bjössa, Huldu, Pippu) .
Sagt verður frá verkefninu Jól í skókassa, sem fer nú fram í haust í áttunda skiptið (sjá nánar á
www.skokassar.net ). Samkomuþjónar verða þau Kristín Skúladóttir og Snorri Waage.

Í lok samkomunnar verður sælgætis – og gossala KSS – inga opnuð, og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund.

Allir eru hjartanlega velkomnir.