Hægt er að kaupa sívinsæl páskaegg frá Kólus til styrktar verkefninu Jól í skókassa en Biblíuleshópurinn Bleikjan heldur utan um verkefnið sem er unnið undir merkjum KFUM og KFUK. Um er að ræða gómsæt Kólus-páskaegg (900 g) sem eru stútfull af góðgæti. Hvert egg kostar kr. 3000.

Sú upphæð sem safnast rennur til verkefna sem Bleikjan hefur sinnt í tengslum við Jól í skókassa, s.s. kaupum á aðbúnaði á sjúkrahúsum og barnaheimilum í Úkraínu. Hægt er að panta páskaegg til 8. apríl á eftirfarandi slóð: http://skraning.kfum.is/Event.aspx?id=11 en pöntun á páskaeggi er greidd um leið og hún er gerð. Skrá þarf eitt nafn og kennitölu við hverja pöntun á páskaeggi. Eggin verða fáanleg kaupendum í vikunni fyrir páska.