Nú er verkefnið Jól í skókassa að fara í gang af fullum krafti í sjöunda sinn. Eins og áður munum við safna jólagjöfum í skókössum sem verður dreift af KFUM í Úkraínu til barna á munaðarleysingjaheimilum, barnaspítalum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Hægt er að nálgast merkimiða til að merkja pakkana hægra megin hér á síðunni. Einnig er þar bæklingur með upplýsingum um verkefnið og veggspjald til að kynna Jól í skókassa.
Síðasti móttökudagur verkefnisins verður laugardaginn 6. nóvember kl. 11:00 – 16:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík.