Nú er nóvember hálfnaður og senn líður að fyrstu lokaskiladögum á landsbyggðinni. Við erum þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum sem að hjálpa okkur með verkefnið um allt land og líka þakklát öllu því góða fólki sem gefur sér tíma til að útbúa skókassa og koma með til okkar. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Lokaskladagarnir eru eftirfarandi:

Reykjavík og höfuðborgarsvæðið

Tekið er á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 – 17:00 og á föstudögum frá kl. 9:00 – 16:00.

Síðasti móttökudagur verkefnisins er laugardagurinn 14. nóvember 2020 kl. 11:00 – 16:00 á sama stað. Þeim sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að skókassar þurfa að hafa borist til Reykjavíkur fyrir 14. nóvember.

Stykkishólmur

Tekið verður á móti skókössum  í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 29. október frá kl 16 – 18.

Sauðárkrókur

Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 28 október frá  k. 17:00 – 20:00.

Skagaströnd og nágrenni

Tekið verður á moti skókössum í Hólaneskirkju laugardaginn 31. október frá kl. 13:00 – 16:00.

Vopnafjörður

Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju   þriðjudaginn 27. október frá kl. 17:00 – 19:00.

Höfn í Hornafirði og SA-land

Tekið verur á móti skókössum í Hafnarkirkju miðvikudaginn 28. október frá kl. 12:00 – 15:00

Vestmannaeyjar

Tekið verður á móti skókössum í Landakirkju. Hún er að jafnaði opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00. Síðasti skiladagur verður föstudaginn 30október.

Hella

Tekið verður á móti skókössum í Dynskálum (Dýralækningamiðstöðin) föstudaginn 30 október frá kl. 13:00-18:00.

Egilsstaðir og Austurland

Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju laugardaginn 31. otktóber frá kl. 12:00 – 15:00.

Akranes

Tekið er á móti skókössum í safnaðarheimili Akraneskirkju. 2- 6. nóvember á milli klukkan 10:00 – 15:00.

Selfoss

Tekið verður á móti skókössum í Selfosskirkju alla þriðjudaga til föstudaga frá kl. 9:00-16:00. Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 4. nóvember.

Grundarfjörður

Tekið verður á móti skókössum í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 5. nóvember  frá 16 – 18.

Ísafjörður og Vestfirðir

Tekið verður á móti skókössum í Ísafjarðarkirkju frá 9 – 16 alla virka daga.  Síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 5. nóvember. 

Reykjanesbær

Tekið verður á móti skókössum í Hátúni 36, húsi KFUM og KFUK í Reykjanesbæ fimmtudaginn 5. nóvember frá kl. 16:00-18:30.

Akureyri og Norðurland

Tekið verður á móti skókössum á Glerártorgi á Akureyri (fyrir framan Nettó) á eftirfarandi dögum: Föstudagurinn 6. nóvember frá kl. 15:00 – 18:00 og Laugardagurinn 7. nóvember   frá kl. 11:00 – 15:00

Sandgerði

Móttaka skókassa verður í Safnaðarheimilinu í Sandgerði sunnudaginn 8. nóvember frá kl 17:00 –  18:00.

Hlökkum til að sjá ykkur.