Eftir mikla vinnu laugardaginn 14. nóvember var gámnum lokað með 5.264 kassa innanborðs tilbúnum til að gleðja lítil hjörtu. Við þökkum ykkur öllum fyrir að taka þátt í verkefninu, á einn eða annan hátt, án ykkar væri þetta ekki hægt. Okkur langar að þakka sérstaklega öllum sjálfboðaliðunum sem stóðu vaktina vikuna fram að seinasta skiladegi.

Við fengum að heyra svo fallega sögu á laugardeginum; það var ung kona með 2 börn sem kom með kassa til okkar og sagðist hafa fengið svona kassa þegar hún var lítil stelpa í Serbíu. Hún ætti hann enn og hafði alltaf geymt dýrmæta hluti í honum og börnin hennar væru núna að leika sér með dúkku sem kom úr þessum kassa. Hún sagðist glöð gefa því hún mundi svo vel hvernig það var að fá svona gjöf.