Æskulýðsmótið Friðrik

Æskulýðsmótið Friðrik er mót þar sem unglingadeildir KFUM og KFUK eiga frábærar stundir saman. Þar kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi.

Æskulýðsmótið Friðrik verður haldið 9.–11. febrúar í Vatnaskógi. Mótið er fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Á æskulýðsmótinu Friðrik eiga unglingadeildir KFUM og KFUK frábærar stundir saman. Þeim gefst tækifæri á að kynna öðru ungu fólki og taka þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krists að leiðarljósi.

Dagskrá mótsins er full af fjöri og nóg í boði fyrir alla. Þar á meðal eru kvöldvökur, „workshops“, hátíðarkvöldverður, íþróttir og margt fleira. JóiPé og Króli munu skemmta á ballinu sem verður á laugardagskvöldinu.

 

Brottfarartími rútu frá mismunandi stöðum:

Hátún 36, Reykjanesbæ  – kl.16.00

Grindarvíkurkirkja – kl.16.30

Hveragerðiskirkja – kl.16.30

Holtavegur 28, 104 Reykjavík – kl.17:30

Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholt 3, Mosfellsbæ  – kl.17.30

Safnaðarheimilið við Akraneskirkju, Akranes kl.18.00

Vestmannaeyjar (áætlað 18:15 frá Þorlákshöfn)

 

Verð á mótið er 16.900 kr. Innifalið er gisting, matur, rútuferðir og mótshúfa. Skráning og greiðslur fara alfarið fram á netinu á bókunarvef KFUM og KFUK – www.sumarfjor.is.

Skráning opnar 8. janúar 2018. Allra síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 4. febrúar. Ekki verður hægt að skrá fleiri á mótið eftir að skráningafresti lýkur.

Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar, en einnig má hafa samband við Gunnar Hrafn æskulýðsfulltrúa í síma 862 0611 eða á netfanginu gunnar@kfum.is.

 

fridriksmynd-1

Hvað verður gert?

Dagskrá mótsins er full af fjöri og nóg í boði fyrir alla. Þar á meðal eru kvöldvökur, „workshops“, hátíðarkvöldverður, íþróttir og margt fleira. JóiPé og Króli munu skemmta á ballinu sem verður á laugardagskvöldinu.

Aldur?

Mótið er fyrir unglinga í 8.–10. bekk grunnskóla.

Hvenær?

Lagt verður af stað frá KFUM og KFUK húsinu Holtavegi 28 föstudaginn 9. febrúar kl. 17.30. Komið verður heim á sunnudeginum kl. 13:30.

Brottför frá öðrum stöðum verður auglýst þegar nær dregur móti.

Verð og skráning

Verð á mótið er 16.900 kr. Innifalið er gisting, matur, rútuferðir og mótshúfa. Skráning og greiðslur fyrir mótið fer alfarið fram á netinu, á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is.

Skráning opnar mánudaginn 8. janúar 2017. Allra síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 4. febrúar. Ekki verður hægt að skrá fleiri á mótið eftir það.

Hvað þarf að taka með?

Svefnpoka eða sæng og kodda, lak, snyrtivörur, hlý föt og útiföt, íþróttaföt, sundföt, handklæði, góða skó og auðvitað GÓÐA SKAPIÐ!

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar, en einnig má hafa samband við Gunnar Hrafn æskulýðsfulltrúa í síma 862 0611 eða á netfanginu gunnar@kfum.is.

Instagram: #fridrik18
Snapchat: kfumkfukiceland
Facebook: https://www.facebook.com/fridriksmot/