Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi er í húsi félagsins á Holtavegi 28 í Reykjavík. Þar eru skrifstofur framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna félagsins. Þjónustumiðstöðin styður við allt starf KFUM og KFUK á Íslandi. Þjónustumiðstöðin er opin alla virka daga kl. 9–17 og má þar nálgast upplýsingar um allt starf félagsins.

Í afgreiðslu Þjónustumiðstöðvarinnar á Holtavegi er lítil verslun þar sem fá má m.a. bækur, tónlist og myndir. þar er einnig til sölu fatnaður og smávara með merki félagsins. Sjálfboðaliðar fá 10% afslátt af allri söluvöru í Þjónustumiðstöðinni.

Minningasafns sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnandi KFUM og KFUK á Íslandi er einnig í húsinu.

Sími: 588 8899
Símbréf: 588 8840
Netfang: kfum(hjá)kfum.is

Póstáritun Þjónustumiðstöðvarinnar er:
KFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík