Að ýmsu er að hyggja þegar gengið er frá skráningu í sumarbúðir. Vinsamlegast lestu yfir leiðbeiningarnar hér fyrir neðan áður en gengið er frá skráningu.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram

 • Kennitala, nafn og heimilisfang barns
 • Nöfn forráðamanna
 • Símar og netföng forráðamanna
 • Sumarbúðir og tímabil (flokkur)
 • Greiðslufyrirkomulag (sjá nánari upplýsingar hér að neðan)

Um greiðslufyrirkomulag

 • Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu dvalargjalds að fullu.
 • Af dvalargjaldi er kr. 6.000 óafturkræft sé hætt við þátttöku.
 • Veittur er 10% fjölskylduafsláttur sem dregst frá dvalargjaldi beggja/ allra systkina.
 • Hægt er að staðgreiða (í Þjónustumiðstöðinni Holtavegi 28, opið kl. 9 – 17 alla virka daga)
 • Hægt er að notast við netgreiðslu (þegar skráð er á netinu fer greiðslan í gegnum örugga greiðslusíðu VALITOR)
 • Hægt er að skuldfæra á kreditkort (t.d. með að hringja inn kortanúmer í s.588 8899)
 • Hægt er að skipta greiðslunni með kortaláni hjá VALITOR (sjá hér að neðan)

Kortalán:

Með einföldum hætti er hægt að skipta greiðslunni á kortalán í 3-6 mánuði. Kortalán eru án stimpilgjalds og vextir eru skv. verðskrá VALITOR. Kortalán gilda fyrir VISA og MasterCard. Aðeins er hægt að afgreiða Kortalán í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28.

Um netskráningu

Áður en skráning hefst er mikilvægt að hafa allar upplýsingar við höndina s.s. kennitölu/r þátttakenda og forráðamanna, heimilisföng, símanúmer og kortanúmer. Kerfið gefur ákveðin tíma á hverri síðu og er því mikilvægt að allar upplýsingar sé réttar áður en skráning hefst.

 • Veljið fjölda þátttakenda í viðburðinum. Mikilvægt er að vita að greiða verður fyrir alla þátttakendur í einu og því ekki hægt að skipta á mörg kort eða dreifa greiðslum.
 • Fyllið út nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer þátttakenda og forráðamanna. Forráðamenn geta verið einn eða tveir. Ekki er hægt að halda áfram nema minnst einn forráðamaður sé valinn.
 • Ef skrá á fleiri en einn þátttakenda er farið í gegnum hvern þátttakenda eins.
 • Því næst er upplýsingar um greiðanda settar inn, greiðandi ber ábyrgð á skráningunni og því mikilvægt að allar upplýsingar komi fram. Einnig er mikilvægt að kynna sér skilmála netskráningarinnar.
 • Í næst síðasta skrefinu ertu komin(n) á öruggu greiðslusíðu Valitor. Hér setur þú inn kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer. Þessar upplýsingar koma hvergi fram hjá KFUM og KFUK á Íslandi og er því aðeins hjá Valitor.
 • Þegar greiðsla gengur í gegn kemur upp síða innan Valitor þar sem boðið er upp á að prenta út síðu, mikilvægt er að þessi síða sé prentuð út þar sem þetta er kvittun fyrir kaupunum og hafa þau því gengið í geng.
 • Að lokum birtast upplýsingablöð sem þú getur nálgast fyrir þær sumarbúðir sem þú hefur skráð í. Allar upplýsingar eru þó að finna á síðu fyrir viðkomandi sumarbúðir.

Spurt og svarað vegna netskráningar í sumarbúðirnar

Er skráningarsíða KFUM og KFUK á Íslandi örugg fyrir greiðsluupplýsingum kreditkorta?

Já, Valitor (Vísa) tryggir öryggi með öruggu greiðslusíðu Valitor sem kortaupplýsingar eru skráðar í. KFUM og KFUK á Íslandi heldur ekki upplýsingum um kort.

Er hægt að skrá í fleiri en eina sumarbúðir í einu. Til dæmis í Vatnaskóg og Vindáshlíð?

Nei, það verður að skrá innan hverjar sumarbúðir. Hægt er þó að skrá allt að fimm einstaklinga í hvern flokk.

Er hægt að skrá á biðlista á netinu?

Takmarkað boð er á hvern viðburð í netskráningu, hægt er að hafa samband við KFUM og KFUK á Íslandi í síma 588-8899 til að athuga hvort auka pláss eru í flokknum og einnig til að skrá á biðlista.

Geta verið aukapláss hjá þjónustumiðstöð þótt í netskráningu segir að það sé fullt?

Já, takmarkað boð er á hvern viðburð í netskráningu, hægt er að hafa samband við KFUM og KFUK á Íslandi í síma 588-8899 til að athuga hvort auka pláss eru í flokknum og einnig til að skrá á biðlista.

Er greitt staðfestingargjald?

Inn í heildarverði er staðfestingargjald kr. 6000 sem er óafturkræft.

Er hægt að fá fulla endurgreiðslu ef hætt er við dvöl í sumarbúðum?

Staðfestingargjald er ekki hægt að fá endurgreitt. Ef hætt er við dvöl innan viku frá brottför er aðeins greitt hálft gjald til baka.

Er hægt að fá systkinaafslátt í netskráningu?

Veittur er 10% systkinaafsláttur, ef skráning er gerð á netinu er reiknaður systkinaafsláttur í sömu skráningu ef fjölskyldunúmer í þjóðskrá sé það sama á þátttakendur. Annars þarf að hafa samband við þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi. Ef greitt er fullt gjald fyrir systkini er hægt að fá systkinaafslátt endurgreiddan hjá þjónustumiðstöðu og er það afgreitt með millifærslu á Vísakorti eða með millifærslu í banka.

Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um aðbúnað sumarbúða?

Hægt er að skoða hverjar sumarbúðir fyrir sig hér á heimasíðunni og þar eru allar upplýsingar um húsnæði og aðbúnað.

Þarf að greiða sér fyrir afþreyingu í sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi?

Í verði sumarbúða KFUM og KFUK á Íslandi er allt innifalið og því bætist ekkert við heildar verð. Hinsvegar eru til sölu munir frá sumarbúðunum á lágu verði. Hægt er að kaupa þá muni í netverslun KFUM og KFUK á Íslandi.

Er kvittun send heim í pósti eftir skráningu?

Við lok skráningar í netskráningu KFUM og KFUK á Íslandi kemur fram kvittun fyrir kaupum (síða Valitor). Er sú kvittun fullnaðarkvittun. Mikilvægt er að prenta út og geyma þá kvittun.