Valborg Rut Geirsdóttir

Valborg fór í unglingaflokk í Vatnaskógi 2003 og segja má að hún hafi kolfallið fyrir öllu því sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða. Í það minnsta hefur hún nú starfað í Vatnaskógi í ellefu ár eða allt frá árinu 2005.  Í dag er hún ráðskona í skóginum og er þess fullviss að hún sé í einu skemmtilegasta starfi í heimi.

Valborg er frá Akureyri og býr þar, þegar hún „býr“ ekki í vinnunni. Valborg hefur unnið á fjórum leikskólum, verið au-pair í tveimur löndum, verið leiðtogi í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK á Akureyri og í Akureyrarkirkju þar sem hún söng einnig í kór í sjö ár. Uppáhaldsstaðirnir hennar á landinu eru Svarfaðardalur og Vatnaskógur, einfaldlega því þeir eru að hennar mati fallegastir og bestir.