Ögmundur Ísak Ögmundsson

Ögmundur Ísak oftast kallaður Ömmi er fæddur 1997, stundar fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og vinnur í Borgarleikhúsinu. Það má segja að hann  hafi nokkurnveginn verið límdur við Vatnaskóg síðan hann fór sem drengur í flokk fyrir mörgum árum síðan. Ögmundur tekur virkan þátt í starfi KFUM og KFUK, hefur unnið á fermingar- og leikskólanámskeiðum í Vatnaskógi, auk þess að starfa í sumarbúðastarfinu.

Helstu áhugamál Ögmundar eru leikhús og allt sem tengist því. Einnig finnst honum gaman að hreyfa sig og lenda í  ævintýrum.