Gunnhildur Einarsdóttir

Gunnhildur Einarsdóttir varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2016. Hún hefur unnið sem eldhússtarfsmaður í Vatnaskógi og foringi í Vindáshlíð síðastliðin sumur. Hún hefur verið virk í Kristilegum skólasamtökum í 5 ár og sat í stjórn félagsins veturinn 2015-2016. Helstu áhugamál eru lestur, ferðalög og ljósmyndun.

Gunnhildur dvaldi nokkrum sinnum í flokki í Vindáshlíð þegar hún var yngri og hefur verið tengd KFUM og KFUK síðan hún var lítil.