Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir er Vesturbæingur. Hún er í sálfræði við Háskóla Íslands. Guðlaug hefur mikinn áhuga á kristinni trú, tónlist, útivist, ferðalögum og að vera í kringum fólk. Hún hefur verið með KFUK deildir, sunnudagaskóla og unglingastarf í ýmsum kirkjum. Einnig var hún í stjórn KSS í tvö ár.

Sumarbúðir hafa verið ómissandi hluti af sumrinu hjá Guðlaugu síðan hún man eftir sér en hún byrjaði að fara 6 ára gömul í Vatnskóg (feðginahelgar) og flutti svo að mestu leiti yfir í Vindáshlíð frá 10 ára aldri. Frá árinu 2012 hefur hún svo unnið sem foringi og eldhússtúlka. Hún hefur starfað í Vindáshlíð, Vatnaskógi og á Hólavatni.