Gríma Katrín Ólafsdóttir

Gríma Katrín Ólafsdóttir útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2016. Hún hefur unnið í Vatnaskógi sem eldhússtarfsmaður, foringi og vinnumaður, verið í eldhúsinu á Hólavatni og foringi í Ölveri. Gríma spilar á trompet, elskar að spila fótbolta, fara í fjallgöngur og að ferðast. Hún hefur verið virk í KSS (Kristilegum skólasamtökum) og séð um sunnudagaskóla í Háteigskirkju. Haustið 2016 vann hún á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi og vorið 2017 vann hún á Arnarsmára, leikskóla í Kópavogi.