Lokatala skókassa í ár var 3.603 og eru allir himinlifandi með þessa niðurstöðu.

Samtals hafa safnast yfir 21.000 skókassar á fyrstu 6 árum verkefnisins, sem er alveg ótrúlegt.

Okkur langar að nota þetta tækifæri og þakka nokkrum fyrirtækjum sem studdu dyggilega við bakið á okkur í ár… en sum þessara fyrirtækja hafa raunar stutt okkur í mörg ár.

Fyrst og fremst ber að nefna Eimskip sem hefur verið ótrúlega gjafmilt við okkur og í raun gert verkefninu kleift að standa undir sér með frábærum prísum á flutningum, bæði innanlands og utan. Flytjandi hefur keyrt kassa frá landsbyggðinni til Reykjavíkur endurgjaldslaust og hjálpar það okkur mjög mikið.

Oddi hefur séð um að prenta fyrir okkur kynningarbækling, þakkarmiða, plaköt og fleira og veitt okkur töluverðan afslátt og þannig stutt dyggilega við bakið á okkur.

Ölgerðin og Vífilfell hafa öll árin gefið okkur ógrynni af gosi til þess bjóða fólki upp á sem kemur með kassa niður á Holtaveg á lokaskiladeginum. Ölgerðin hefur einnig gefið okkur heilan helling af sælgæti og þessi fyrirtæki taka alltaf vel í allar óskir um stuðning.

Subway gaf öllum sjálfboðaliðunum sem unnu við að taka á móti kössum, pakka þeim og koma í gám á lokaskildeginum, ókeypis veislubakka, svo mikið að ekki náðist einu sinni að klára allar kræsingarnar.

Bónus gaf okkur um þúsund tannkremstúbur og súkkulaði í kílóavís fyrir börnin í Úkraínu. Eitt símtal í Jóhannes í Bónus og hann var ekki lengi að græja þetta.

Hagabakarí gaf okkur síðan ógrynni af snúðum, vínarbrauðum, ostaslaufum og öðrum bakkelsi til þess að bjóða fólki upp á sem mætti með kassa á lokaskiladegi.

Öll þessi fyrirtæki fá endalausar þakkir frá okkur sem stöndum að verkefninu. Takk fyrir okkur.

Síðast en ekki síst langar mig að þakka ykkur sem bjugguð til skókassa kærlega fyrir. Án ykkar væru engin „Jól í skókassa“. Takk kærlega fyrir allar hlýjar kveðjur, jákvæð skrif um verkefnið og gjafmildi ykkar.

Verkefnið heldur áfram á næsta ári og vonandi mörg ár í viðbót. Við vonum að sem flestir haldi áfram að taka þátt.

Takk fyrir okkur.

Kv. Bleikjan