Náman – Námsvefur KFUM og KFUK


Velkomin í Námuna, námsvef KFUM og KFUK. Hér má nálgast vefnámskeið sem hafa verið útbúin fyrir leiðtoga í starfi KFUM og KFUK. Að öðru jöfnu eru námskeiðin ætluð starfsfólki og sjálfboðaliðum 18 ára og eldri. Þó námskeiðin geti í einhverjum tilfellum einnig hentað ungleiðtogum á aldrinum 16-18 ára sem hafa tekið þátt í leiðtogaþjálfun að vetri. 

KFUM og KFUK hefur það hlutverk að efla ungt fólk til líkama, sálar og anda. Sem kristilegt félag leitast KFUM og KFUK við að efla trúarþroska ungs fólks og sjálfsmynd þeirra sem kristinna einstaklinga. Með leiðtogaþjálfun viljum við auka hæfni og efla sjálfstraust. Við viljum hjálpa ungu fólki að vera leiðtogar í eigin lífi og auka getu þeirra til að takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem þeim bjóðast. Námskeiðin sem verða í boði hér á námsvefnum eru hluti af þeirri viðleitni félagsins.

KFUM og KFUK tekur auk þess virkan þátt í starfi Æskulýðsvettvangsins en þar má meðal annars nálgast námskeið um Barnavernd sem við mælum með fyrir alla leiðtoga í starfi KFUM og KFUK.

Hægt er að finna #fjarfjor-áskoranir fyrir deildarstarf KFUM og KFUK á www.kfum.is/fjarfjor.

Starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK sem hefur tekið Verndum þau námskeiðið á liðnum árum þarf að taka netnámskeið Æskulýðsvettvangsins um Barnavernd. Hægt er að fara á það námskeið með því að smella á myndina hér fyrir ofan.
Starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK sem missti af brunavarna- og skyndihjálparnámskeiðinu, getur tekið vefnámskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossinum með því að smella á myndina hér fyrir ofan.