Fræðsluráð KFUM og KFUK hefur skipulagt heildstæða leiðtogaþjálfun. Þar sem lögð er áhersla á fræðslu í gegnum fjölbreytta kennsluhætti, raunveruleg verkefni og samvinnu nemenda. Lögð er áherslu á reynslunám í stað fyrirlestra eftir því sem kostur er. Leiðtogaþjálfunin nýtist bæði í sumar- og vetrarstarfi KFUM og KFUK.

Leiðtogaþjálfun I

I. þrep er grundvallarþjálfun leiðtoga.  Efnistökin eru létt og skemmtileg og miða að því að leggja vandlega grunn að góðum eiginleikum leiðtogans ásamt því að veita undirstöðuþekkingu á kristinni trú og starfi KFUM og KFUK.

Eftirfarandi efnistök eru hluti af Leiðtogaþjálfun I:

 • Undirstöðuatriði kristinnar trúar
 • KFUM og KFUK í hnotskurn
 • Fundarstjórnun, samfélag og virðing.
 • Ég er fyrirmynd
 • Leikir og notkun þeirra í æskulýðsstarfi
 • Framsögn og frásagnir

Leiðtogaþjálfun II

Í II. þrepi er farið nánar í skyldur leiðtogans og lögð er áhersla á að hann þekki rétt viðbrögð við áföllum, þekki samskiptaleiðir og öðlist dýpri skilning á félaginu KFUM og KFUK.  Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa lokið II. þrepi séu tilbúnir að taka á sig ábyrgð í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK.

Eftirfarandi efnistök eru hluti af Leiðtogaþjálfun II:

 • Kristin trú, bæn og biblíulestur
 • Uppbygging KFUM og KFUK
 • Uppbygging og samskiptaleiðir innan Þjóðkirkjunnar
 • Verndum þau – námskeið um einkenni ofbeldis gagnvart börnum og rétt viðbrögð.
 • Áfallaferlar innan KFUM og KFUK
 • Skyndihjálp

Leiðtogaþjálfun III

Á III. þrepi er lögð áhersla á samskipti og mikilvægi þess að eiga góð samskipti við alla hluteigandi aðila í æskulýðsstarfi hvort sem það eru börn, foreldrar, aðrir leiðtogar eða starfsmenn KFUM og KFUK.  Fjallað er um leiðsögn Guðs, bæði í starfinu og á persónulegum nótum.

Eftirfarandi efnistök eru hluti af Leiðtogaþjálfun III:

 • Líf á nýjum nótum
 • Efling samskipta
 • Ert þetta þú Guð? Um leiðsögn Guðs
 • Leikræn tjáning

Leiðtogaþjálfun IV

Ætlast er til þess að leiðtogar sem sæki IV. þrep hafi orðið talsverða reynslu í æskulýðsstarfi.  Fræðst er um helstu trúarbrögð, jaðartrúarhópa og dulhyggju auk þess sem kristna samfélagið á Íslandi er kortlagt.  Farið verður í mikilvæga þætti sálgæslu og hlutverk leiðtogans í henni.

Eftirfarandi efnistök eru hluti af Leiðtogaþjálfun IV:

 • Eru sumir trúarhópar ekki kristnir? – Cults – hvernig þekki ég þá.
 • Helstu trúarhreyfingar (Islam, Budda, Hindu)
 • Dulhyggja (occultism) – hvað er það?
 • Trúarhreyfingar á Íslandi
 • Sálgæsla

Leiðtogaþjálfun V

V. þrep er lokaáfangi leiðtogaþjálfunarinnar og þar er tekist á við ýmis verkefni eins og umræðustjórnun, erfiðum spurningum, kristni í nútímasamfélagi og mikilvægi trúarinnar.

Eftirfarandi efnistök eru hluti af Leiðtogaþjálfun V:

 • Er hægt að sanna að Guð sé til?
 • Hvernig er hugsunarháttur fólks í dag?
 • Hvernig tek ég þátt í umræðu um trúmál?
 • Hvers vegna lætur Guð saklausa þjást?
 • Orsök – afleiðing eða frjáls vilji
 • Fagnaðarerindið
 • Kallaður af Guði