Hleð Viðburðir
Þessum viðburði er lokið.

Við viljum bjóða ykkur öll velkomin á opið hús í Kaldárseli mánudaginn 24. maí, á öðrum í Hvítasunnu frá kl. 10:00 –  16:00.

Kaldæingar hafa í vetur staðið í miklum framkvæmdum við austurskála hússins og með þessu opna húsi viljum við kynna breytingarnar fyrir gömlum og nýjum Kaldæingum.

Kleinur og kaffi verða í boði á svæðinu og svo auðvitað hoppukastalar.

Sportfélag KFUM&KFUK mun einnig standa fyrir göngu kl 12 frá Kaldárseli í Fosshelli og Valaból þennan dag.

Okkur hlakkar til að sjá sem flesta.

Upplýsingar

Dagsetning:
24. maí
Tími:
10:00 - 16:00
Viðburðaflokkur:

Staðsetning

Kaldársel
Kaldárselsvegur
Hafnarfjörður, 220 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website