Hleð Viðburðir

Fyrir ungmenni 15 ára og eldri.

Akureyri er vinsælasti vetraríþróttabær landsins. Því stendur KFUM og KFUK fyrir vetrarferð/skíðaferð til Akureyrar. Þessi einstaki viðburður er opinn fyrir alla ungleiðtoga og leiðtoga, sem og aðra þátttakendur í starfi KFUM og KFUK og KSS. Við munum gista í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð.

Farið verður á skíði og snjóbretti í Hlíðarfjalli bæði laugardag og sunnudag. Við förum í sund, borðum saman, höldum kvöldvöku og höfum gaman.

Upplýsingar

Hefst:
12. mars
Endar:
14. mars
Viðburðaflokkur:

Staðsetning

KFUM og KFUK Sunnuhlíð
Sunnuhlíð 12
Akureyri, 603 Iceland
Google Map
Sími:
462-6330