Hleð niður Events
This viðburður has passed.

Æskulýðsfulltrúar KFUM og KFUK hafa í samráði við stjórn KSS ákveðið að aflýsa Vetrarferð til Akureyrar sem átti að fara fram dagana 13.-15. mars nk.

Okkur þykir leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun en vegna þróunar síðustu daga teljum við þetta nauðsynlegt með öryggi ungmennana að leiðarljósi.

Fyrir ungmenni 15 ára og eldri.

Akureyri er vinsælasti vetraríþróttabær landsins. Því stendur KFUM og KFUK fyrir vetrarferð/skíðaferð til Akureyrar. Þessi einstaki viðburður er opinn fyrir alla ungleiðtoga og leiðtoga, sem og aðra þátttakendur í starfi KFUM og KFUK og KSS. Við munum gista í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð.

Farið verður á skíði og snjóbretti í Hlíðarfjalli bæði laugardag og sunnudag. Við förum í sund, borðum saman, höldum kvöldvöku og höfum gaman.

Nánar

Start:
13. mars
End:
15. mars
Viðburður Viðburðaflokkar:
Website:
https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1581

Staður

KFUM og KFUK Sunnuhlíð
Sunnuhlíð 12
Akureyri, 603 Iceland
Google Map
Phone:
462-6330