

FRESTAÐ: Uppbyggilegir og skemmtilegir hópleikir II – Dr Jim Cain
Miðvikudagur 18. mars 2020 @ 18:00 - 21:00
Námskeiðinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma!
Ætlað þeim sem hafa lokið einu eða fleirum námskeiðum hjá Dr. Cain. Hefst kl. 18:00.
Hópleikir og samstarf eru mikilvægir þættir í öllu félagsstarfi. Á þessu námskeiði verður farið dýpra í efni frá fyrri námskeiðum sem Dr. Jim Cain hefur kennt á Íslandi. Dr. Cain hefur skrifað fjölda rita um samstarf, samvinnu og mikilvægi hópleikja. Hann hefur kennt á námskeiðum um öll Bandaríkin og hefur heimsótt yfir 30 lönd og kennt leiðtogum um mikilvægi samvinnu og hópleikja. Dr. Jim Cain er með doktorsgráðu í vélaverkfræði frá The University of Rochester og hefur yfir 45 ára reynslu í barna- og æskulýðsstarfi.