

FRESTAÐ: Uppbyggilegir og skemmtilegir hópleikir I – Dr. Jim Cain
Sunnudagur 15. mars 2020 @ 17:00 - 21:30
Námskeiðinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma!
Ætlað áhugafólki um hópleiki og uppbyggilegt starf með fólki á öllum aldri.
Hópleikir og samstarf eru mikilvægir þættir í öllu félagsstarfi. Dr. Jim Cain hefur skrifað fjölda rita um samstarf, samvinnu og mikilvægi hópleikja. Hann hefur kennt á námskeiðum um öll Bandaríkin og hefur heimsótt yfir 30 lönd og kennt leiðtogum um mikilvægi samvinnu og hópleikja. Dr. Jim Cain er með doktorsgráðu í vélaverkfræði frá The University of Rochester og hefur yfir 45 ára reynslu í barna- og æskulýðsstarfi.
Dr. Cain verður með framhaldsnámskeið miðvikudaginn 18. mars í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík.