Hleð Viðburðir
Þessum viðburði er lokið.

KFUM og KFUK er með unglingastarf í húsi félagsins við Holtaveg í Reykjavík. Samverurnar eru opnar öllum unglingum í 8.-10. bekk og verða á miðvikudögum kl. 19:30. Þátttaka í starfinu er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðir og mót.

Þátttakendum gefst kostur á þátttöku í miðnæturíþróttamóti í Vatnaskógi í nóvember og á helgarferð í Vatnaskóg í febrúar.

Næsta sumar gefst þátttakendum í starfinu möguleiki á að taka þátt í norrænu æskulýðsmóti KFUM og KFUK fyrir 13-17 ára í finnska bænum Saarielkaa í Laplandi, dagana 12.-19. júlí. Verð og nánari upplýsingar um norræna mótið munu liggja fyrir nær jólum.

Upplýsingar

Dagsetning:
Miðvikudagur 2. október 2019
Tími:
19:30 - 21:00
Viðburðaflokkar:
,
Viðburðatög: