
Tónleikar Ljósbrots til styrktar Vindáshlíð
22. maí @ 20:00 - 22:00
Ljósbrot, kór KFUK tekur þátt í 75 ára afmæli Vindáshlíðar og verður með fjáröflunartónleika til styrktar Vindáshlíð sunnudaginn 22. maí kl. 20:00 á Holtavegi 28. Þar munu Hlíðarlögin verða sungin í nýjum útsetningum.
Stjórnandi er Keith Reed.
Aðgangur er ókeypis en kaffi og veitingar verða seldar á staðnum og tekið verður á móti frjálsum framlögum.