Hleð niður Events

Fyrir allt starfsfólk, sjálfboðaliða og stjórnarfólk sumarbúðanna.

Börn eru sofandi nærri þriðjung tímans sem þau eru í sumarbúðum KFUM og KFUK. Hvernig nýtum við þann tíma sem best? 

Dr. Erla Björnsdóttir verður fyrirlesari kvöldsins og fjallar um svefn og svefnvenjur. Erla er einn af helstu sérfræðingum á Íslandi í svefni og svefnvenjum. Hún lauk doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands en Erla rannsakaði svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla hefur sérhæft sig í meðferðum við svefnleysi og vinnur að svefnrannsóknum ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa. Erla er einnig höfundur bókarinnar Svefn sem kom út í mars 2017.

Nánar

Date:
22. apríl
Time:
18:30 - 21:00
Viðburður Viðburðaflokkar:

Skipuleggjandi

Æskulýðsfulltrúar
Phone:
588-8899
Website:
https://www.kfum.is

Staður

KFUM og KFUK Holtavegur
Holtavegur 28
Reykjavík, 104 Iceland
Google Map
Phone:
588-8899
Website:
http://www.kfum.is