Skólamót Kristilegra skólasamtaka

Hleð Viðburðir
Þessum viðburði er lokið.

Vorskólamót Kristilegra skólasamtaka er haldið frá miðvikudegi til laugardags fyrir páskadag. Dagskráin samanstendur m.a. af kvöldvökum, biblíulestrum og frjálsri dagskrá.

Á skírdag er boðið upp á altarisgöngu og á föstudaginn langa geta þeir fastað sem vilja. Föstuhópurinn hittist í matartímum og les saman í Biblíunni og fær ýmist vatn, te eða kakó sé til hressingar.

Á laugardagskvöldinu er haldinn svokallaður skólamótsannáll á Holtavegi 28. Þá hittumst við á KSS-fundi og annálsnefndin sér um skemmtiatriðin þar sem skopleg atvik mótsins eru tekin fyrir.