
Samskipti á vinnustað
Miðvikudagur 13. maí 2020 @ 18:30 - 21:00
Fyrir allt starfsfólk 18 ára og eldra.
Spennandi og mikilvægur fræðslufyrirlestur um jákvæð samskipti frá Pálmari Ragnarssyni fyrirlesara og körfuboltaþjálfara. Pálmar hefur fyrirlestur sinn á mörgum af stærstu vinnustöðum landsins Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um hvernig við náum því besta úr fólkinu í kringum okkur með jákvæðum samskiptum.Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn. Þá kynnir hann niðurstöður rannsóknar úr meistaranámi sínu við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallaði um samskipti á vinnustöðum á Íslandi.