Hleð Viðburðir

Einstakt tækifæri til að rækta sambandið við maka þinn í dásamlegu umhverfi í Vindáshlíð í Kjós. Dagskráin miðar að því að pör komi saman og njóti helgarinnar fjarri amstri hversdagsleikans, og í rækti sambandið í leiðinni. Borðaður verður góður matur, farið verður í göngutúra í stórbrotinni náttúru Vindáshlíðar og ýmis tækifæri verða til leiks og almennrar gleði. Þess á milli verður frábær dagskrá.

Þau sem verða með kennslu eru:

  • Ólöf Birna Björnsdóttir, fjölskyldufræðingur/pararáðgjafi og faghandleiðari.
  • Guðni Már Harðarson, prestur.
  • Gunna Húnfjörð, heilsunuddari.

Sjá nánar á https://www.facebook.com/groups/1880983445451254

Flokkurinn er fyrir öll pör 25 ára og eldri.

Verð er 62.500 krónur á par.

Skráning er opin á https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=3 og er skráningarfrestur til og með 15.október. Athugið að ein skráning er nægileg fyrir hvert par – og er óskað eftir nafni og kennitölu maka þess sem skráir í athugasemdum. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á tinnaros@kfum.is

Upplýsingar

Hefst:
4. nóvember
Endar:
6. nóvember
Viðburðaflokkar:
,

Staðsetning

Vindáshlíð
Kjós
Mosfellsbær, 276 Iceland
+ Google Map
Sími:
5667044
View Staðsetning Website