Hleð niður Events
This viðburður has passed.

Ölver ætlar að bjóða upp á leikjanámskeið í fyrsta sinn fyrir börn á aldrinum 6-9 ára sem eru búsett á Akranesi, Borganesi og nánasta umhverfi. Þetta verða sannkölluð ævintýranámskeið í dásamlegu umhverfi og fallegri náttúru.

Rútuferðir verða frá Akraneskirkju kl. 08:30 en foreldrum er einnig frjálst að keyra börnin sín upp eftir og sækja.

Á leikjanámskeiðinu fá börnin hollan og góðan heimilismat sem er eldaður frá grunni í eldhúsinu okkar. Boðið verður upp á ávaxtastund um miðjan morgun og heitan mat í hádeginu og síðan verður kaffitími síðdegis áður en haldið verður heim kl. 16:30 en áætlað er að rútan verði komin aftur að Akraneskirkju kl.17:00.

Nánar

Start:
17. ágúst
End:
21. ágúst
Viðburður Viðburðaflokkar:
Website:
https://olver.is

Skipuleggjandi

Stjórn Ölvers
Website:
https://www.olver.is

Staður

Ölver – Sumarbúðir
Borgarnes, 311 Iceland Google Map
Phone:
433 8860
Website:
https://www.olver.is