Námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk (2 dagar)

//Námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk (2 dagar)
Hleð Viðburðir
Þessum viðburði er lokið.

Fyrir starfsmenn sumarstarfs KFUM og KFUK, 18 ára og eldri.

Námskeiðið fjallar um hvað það þýðir að starfa í sumarbúðum, ábyrgð, væntingar og skyldur frá margvíslegum hliðum. Í ár verður sérstök áhersla á trúarlega upplifun og fræðslu. Innifalið í námskeiðinu er m.a. morgunverður, hádegis- og kvöldverðir báða daga ásamt gistingu.

Umsjón með námskeiðinu hefur Halldór Elías Guðmundsson, en hann hefur þriggja áratugareynslu í sumarbúðastarfi og leiðtogaþjálfun.