Helgina 18. – 19. nóvember fóru 112 þátttakendur af stað í Vatnaskóg á Miðnæturmót unglingadeilda KFUM opg KFUK. Miðnæturmótið tókt mjög vel, dagskrá var alveg til 5 um nóttina og var hún af betri kantinum það var t.d. farið í orrustu, bandýmót, mafíu, minute to win it, streetball, singstar, billjard, búið til brjóssykur og skellt sér í pottana, svo eitthvað sé nefnt.

Endað var á því að klukkan 4 um nóttina var farið í ævintýragöngu um skóginn í kring um Vatnaskóg. Eftir stuttan en góðan nætursvefn var lokastund og síðan brunað í bæinn og allir komnir heim klukkan 14.

Æskulýðsfulltrúar vilja þakka öllum sem komu að mótinu, leiðtogum, starfsfólki Vatnaskógar og auðvitað þátttakendunum. Allir þessir stóðu sig frábærlega í að gera þetta mót sem skemmtilegast.

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157673036832983