
FRESTAÐ: Miðnæturíþróttamót í Vatnaskógi
Laugardagur 14. nóvember 2020 - Sunnudagur 15. nóvember 2020
Miðnæturíþróttamóti unglingadeilda KFUM og KFUK (8.-10. bekkur) í Vatnaskógi hefur verið frestað vegna COVID.
Á dagskrá verða ýmsar íþróttir, hefðbundnar og óhefðbundnar, orrusta, myrkrabolti, pottapartý, diskóbandý, fáránleikar, kvöldvaka, partýblak og margt fleira.
Hvað þarf að taka með?
Svefnpoka, lak, kodda, tannbusta, tannkrem, hlýjan og góðan útivistarfatnað, íþróttaföt, sundföt, handklæði, aukaföt, annað tilheyrandi og góða skapið!!
Skráning fyrir miðnæturíþróttamót unglingadeilda er á vefnum www.sumarfjor.is undir liðnum vetrarstarf.
Mikilvægt velja rétt deildarstarf/kirkju þegar unglingar eru skráðir.