Hleð Viðburðir

Samvera og fundur matráða sumarbúða KFUM og KFUK.  Hreiðar Örn Stefánsson Zoega mun leiða vinnustofu um einfalda og góða veganrétti sem nýta má í sumarbúðastarfinu. Fer fram í eldhúsinu og kaffiteríunni á Holtavegi.  Einnig gefst matráðum tækifæri til að spjalla saman, deila reynslu, hugmyndum, áskorunum og lausnum. 

Skráning á námskeiðið er á Sumarfjor.is

Boðið er upp á létta máltíð á námskeiðum sem haldin eru á kvöldmatartíma.

KFUM og KFUK gerir miklar kröfur til starfsfólks síns. Hæft starfsfólk er lykillinn til að tryggja gæði, öryggi og vellíðan þátttakenda í KFUM og KFUK.  Skyldur og kröfur til þeirra sem starfa með börnum og unglingum aukast jafnt og þétt með hverju ári.  Til að hjálpa starfsfólki og sjálfboðaliðum sumarsins að uppfylla þær kröfur og væntingar sem gerðar eru til þeirra, stendur KFUM og KFUK fyrir nokkrum mikilvægum námskeiðum. Að sækja námskeiðin eru góð fjárfesting til framtíðar.  Reynslan sýnir að sú þekking sem fólk nemur gagnast þeim víða í lífnu.  Þá eru námskeiðin einnig góður vettvangur til að kynnast samstarfsfólki sumarsins. Fólk úr stjórnum sumarbúða KFUM og KFUK er velkomið á öll námskeiðin.

Skráning á námskeiðið er á Sumarfjor.is

Upplýsingar

Dagsetning:
23. maí
Tími:
18:30 - 20:00
Viðburðaflokkur:
Viðburðatög:

Staðsetning

KFUM og KFUK Holtavegur
Holtavegur 28
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Sími:
588-8899
View Staðsetning Website